Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 11. janúar 2018 17:55
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar: Vanur mýrarboltanum á Ísafirði
Icelandair
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Andri Rúnar Bjarnason, markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Indónesíu 6-0 í vináttulandsleik í dag.

Lestu um leikinn: Indónesía 0 -  6 Ísland

Andri klúðraði vítaspyrnu áður en hann kom Íslandi yfir með laglegri bakfallsspyrnu.

Hann segist hafa fengið léttan fiðring fyrir leikinn og verið mjög spenntur.

„Það var draumi líkast að ná að skora í fyrsta landsleiknum, það var líka mikill léttir eftir að hafa klúðrað vítaspyrnunni. Að ná að koma til baka og skora," sagði Andri eftir leikinn.

Hann spilaði fyrri hálfleik en í þeim síðari voru aðstæðurnar orðnar gríðarlega erfiðar. Það hellirigndi og pollar um allan völl. Andri hefði samt viljað spila seinni hálfleikinn líka.

„Maður er náttúrulega vanur mýrarboltanum á Ísafirði og það hefði verið fínt að taka þátt! En já þetta voru erfiðar aðstæður, pollar um allt, en við gerðum virkilega vel í seinni hálfleik. Við skoruðum fimm mörk í þessum aðstæðum sem er virkilega vel gert."

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en Ísland leikur annan leik í Indónesíu á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner