Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   mán 11. janúar 2021 08:42
Magnús Már Einarsson
Arteta ætlar að hjálpa Pepe að ná flugi
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er staðráðinn í að hjálpa Nicolas Pepe að ná flugi hjá félaginu.

Pepe kom til Arsenal frá Lille á 72 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki gert mikið á þessu tímabili.

„Við verðum að hjálpa honum að ganga vel," sagði Arteta.

„Til að það gerist þarf hann að fá mínútur, hann þarf stöðugleika í liðinu og þegar hann hefur hann þá þarf hann að sýna að hann geti þetta. Sjáum hvað gerist á næstu mánuðum."
Athugasemdir
banner