Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 23:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Liverpool og PSG: Þrír jafnir með hæstu einkunn
Donnarumma bestur.
Donnarumma bestur.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
PSG sló í kvöld út Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir vítaspyrnukeppni. Liverpool vann fyrri leik liðanna 0-1 í París og franska liðið náði að jafna stöðuna í einvíginu á 12. mínútu leiksins í kvöld með marki frá Ousmane Dembele.

Fleiri urðu mörkin á Anfield ekki og í vítaspyrnukeppninni reyndist GIanluigi Donnarumma hetjan en ítalski markmaðurinn varði tvær vítaspyrnur frá heimamönnum á meðan gestirnir skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum.

Donnarumma var maður leiksins í kvöld en hann fær átta í einkunn frá Sky Sports. Portúgalarnir Vitinha og Nuno Mendes fengu sömuleiðis átta í einkunn fyrir frammistöðu sína. Fimm leikmenn Liverpool fá sjö í einkunn en Darwin Nunez, sem kom inn á sem varamaður fær lægstu einkunn kvöldsins, fjóra.

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (7), Konate (7), Van Dijk (7), Robertson (6), Mac Allister (6), Gravenberch (6), Szoboszlai (7), Salah (5), Jota (6), Diaz (6).

Varamenn: Nunez (4), Quansah (6), Jones (5).

Paris Saint-Germain: Donnarumma (8), Hakimi (7), Marquinhos (7), Pacho (7), Mendes (8), Neves (7), Vitinha (8), Ruiz (7), Kvaratskhelia (7), Dembele (7), Barcola (6).

Varamenn: Doue (7), Zaire-Emery (6), Beraldo (6).

Maður leiksins: Gianluigi Donnarumma.
Athugasemdir
banner
banner
banner