
Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar kom í viðtal eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík í annarri umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 0 Keflavík
Stjarnan fékk talsvert fleiri marktækifæri í leiknum en knötturinn rataði ekki í netið. Gestirnir úr Keflavík vörðust vel og voru afar skeinuhættir á köflum en tókst ekki að stela sigrinum.
„Þær lokuðu mjög vel á okkur og við eigum ennþá eitthvað inni. Við hefðum mátt gefa aðeins meira í í lokin. Mér fannst við spila ágætlega en við náðum í raun ekki að opna þær, það er eitthvað sem við þurfum að vinna í," sagði Anna María.
„Ég held við munum spila skemmtilegan bolta í sumar og taka fullt af stigum. Ég er mjög svekkt en við tókum allavega stig, komnar á blað."
Athugasemdir