Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   þri 11. júní 2024 23:30
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Öruggur sigur. Það tók smá tíma að brjóta þær.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 sigur á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Leah Maryann Pais gerði sér lítið fyrir í kvöld og skoraði fjögur mörk og var valin maður leiksins.

Ágætis nýting hjá henni. Það voru svosem fleiri færi í þessu. Þetta er það sem ég hef verið að tala um. Færasköpunin hefur verið fín en færanýtingin ekkert sérlega góð. Vonandi erum við aðeins að stíga upp úr þeim dal núna. En það kemur ekkert að sjálfu sér. Heildarframmistaðan hjá liðinu var mjög góð.“

Þróttur er núna einum leik frá Laugardalsvelli en aðeins tveimur leikjum frá því að verða bikarmeistarar. Ólafur segir þó að það sé ennþá löng leið framundan hjá Þróttaraliðinu.

Þegar þú segir þetta í þessari setningu þá virkar þetta stutt en það er löng leið ennþá. En við erum nær.

Næsti leikur liðsins er í deildinni á útivelli gegn einu besta liði landsins, Breiðablik.

Núna þurfum við að ná þreytunni úr okkur eftir þennan leik og undirbúa okkur fyrir næsta leik gegn Breiðablik í Kópavoginum. Það verður virkilega erfitt verkefni.“

Þegar viðtalið var tekið var ekki búið að draga í undanúrslitin en Ólafur var bara með eina ósk og það var að fá heimaleik. Hins vegar var sú ósk ekki að veruleika þar sem Þróttur fékk Val á útivelli í undanúrslitunum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner