Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
   þri 11. júní 2024 23:30
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Öruggur sigur. Það tók smá tíma að brjóta þær.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 sigur á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Leah Maryann Pais gerði sér lítið fyrir í kvöld og skoraði fjögur mörk og var valin maður leiksins.

Ágætis nýting hjá henni. Það voru svosem fleiri færi í þessu. Þetta er það sem ég hef verið að tala um. Færasköpunin hefur verið fín en færanýtingin ekkert sérlega góð. Vonandi erum við aðeins að stíga upp úr þeim dal núna. En það kemur ekkert að sjálfu sér. Heildarframmistaðan hjá liðinu var mjög góð.“

Þróttur er núna einum leik frá Laugardalsvelli en aðeins tveimur leikjum frá því að verða bikarmeistarar. Ólafur segir þó að það sé ennþá löng leið framundan hjá Þróttaraliðinu.

Þegar þú segir þetta í þessari setningu þá virkar þetta stutt en það er löng leið ennþá. En við erum nær.

Næsti leikur liðsins er í deildinni á útivelli gegn einu besta liði landsins, Breiðablik.

Núna þurfum við að ná þreytunni úr okkur eftir þennan leik og undirbúa okkur fyrir næsta leik gegn Breiðablik í Kópavoginum. Það verður virkilega erfitt verkefni.“

Þegar viðtalið var tekið var ekki búið að draga í undanúrslitin en Ólafur var bara með eina ósk og það var að fá heimaleik. Hins vegar var sú ósk ekki að veruleika þar sem Þróttur fékk Val á útivelli í undanúrslitunum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner