Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 11. júní 2024 23:30
Sölvi Haraldsson
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Öruggur sigur. Það tók smá tíma að brjóta þær.“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-1 sigur á Aftureldingu í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  4 Þróttur R.

Leah Maryann Pais gerði sér lítið fyrir í kvöld og skoraði fjögur mörk og var valin maður leiksins.

Ágætis nýting hjá henni. Það voru svosem fleiri færi í þessu. Þetta er það sem ég hef verið að tala um. Færasköpunin hefur verið fín en færanýtingin ekkert sérlega góð. Vonandi erum við aðeins að stíga upp úr þeim dal núna. En það kemur ekkert að sjálfu sér. Heildarframmistaðan hjá liðinu var mjög góð.“

Þróttur er núna einum leik frá Laugardalsvelli en aðeins tveimur leikjum frá því að verða bikarmeistarar. Ólafur segir þó að það sé ennþá löng leið framundan hjá Þróttaraliðinu.

Þegar þú segir þetta í þessari setningu þá virkar þetta stutt en það er löng leið ennþá. En við erum nær.

Næsti leikur liðsins er í deildinni á útivelli gegn einu besta liði landsins, Breiðablik.

Núna þurfum við að ná þreytunni úr okkur eftir þennan leik og undirbúa okkur fyrir næsta leik gegn Breiðablik í Kópavoginum. Það verður virkilega erfitt verkefni.“

Þegar viðtalið var tekið var ekki búið að draga í undanúrslitin en Ólafur var bara með eina ósk og það var að fá heimaleik. Hins vegar var sú ósk ekki að veruleika þar sem Þróttur fékk Val á útivelli í undanúrslitunum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir