Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fim 11. júlí 2019 22:35
Jóhann Óli Eiðsson
Rúnar: Kannski ágætt að þeir skilja ekki ensku
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Það er ekkert sjálfgefið í þessu. Við vorum að vinna eitt sterkasta liðið í Tallinn. Það var fúlt að fá þetta mark á sig og það getur skipt sköpum á fimmtudaginn en við höfum áhrif á það að lokum,“ segir Rúnar Páll Sigmundsson eftir 2-1 sigur Stjörnunnar á Levadia Tallinn á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Levadia

Leikurinn var fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar en sá síðari fer fram næsta fimmtudag ytra. Rúnar var sáttur með frammistöðuna en liðið fékk nokkur færi til að bæta við mörkum í leiknum. Meðal annars brenndi Hilmdar Árni Halldórsson af vítaspyrnu. Hvítrússenskur dómari leiksins náði hins vegar að ergja heimamenn.

„Hann fór mjög í taugarnar á okkur. Hann leyfði mikið, dæmdi brot á okkur fyrir eitthvað sem var ekki dæmt á þá og missti svolítið tökin. Sennilega var hann að gera sitt besta. Síðan tala þeir enga ensku svo það er ekkert hægt að tjá sig við þá. Kannski var það bara ágætt,“ segir Rúnar.

Framundan er flug til Eistlands á mánudag. „Strákarnir eru búnir að þreifa á þeim í 90 mínútur. Nú vitum við hverju við erum að fara að mæta. Þekkjum þá vel og aðstæðurnar. Það verður ágætis hiti en við verðum á sama hóteli og öll umgjörnin sú sama,“ segir Rúnar.
Athugasemdir