Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 11. júlí 2020 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Svava skoraði tvennu í markajafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu þegar Kristianstad gerði jafntefli við Vittsjö í markaleik í sænsku úrvalsdeildinni.

Svava jafnaði tvisvar metin í fyrri hálfleik eftir að Vittsjö hafði komist yfir. Staðan var hins vegar 3-2 fyrir Vittsjö í hálfleik.

Vittsjö misst leikmann af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik og Kristianstad nýtti sér liðsmuninn með því að jafna á 87. mínútu. Kannski svekkjandi að hafa ekki nýtt sér það að vera einum fleiri aðeins meira.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og Sif Atladóttir er einnig leikmaður liðsins. Sif er ólétt og er því ekki að spila með liðinu þessa stundina.

Kristianstad er með eitt stig eftir þrjá leiki. Ekki sú byrjun sem liðið hafði vonast eftir.

Anna Rakel Pétursdóttir spilaði allan leikinn fyrir Uppsala sem tapaði 0-1 á heimavelli gegn Pitea. Uppsala er með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn fyrir Djurgården sem tapaði 1-0 gegn Linköping. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er einnig á mála hjá Djurgården en var ekki með í dag. Djurgården er með eitt stig eins og Kristianstad.

Aron Jó ekki í hóp hjá Hammarby
Í úrvalsdeild karla gerði Hammarby markalaust jafntefli við Sirius. Aron meiddist á æfingu og var þess vegna ekki með. Hammarby er í tíunda sæti með átta stig eftir sjö leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner