Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. júlí 2021 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver er eiginlega þessi eitursvali gæi í þjálfaraliði Ítalíu?
Ítalarnir eru mjög flottir í tauinu.
Ítalarnir eru mjög flottir í tauinu.
Mynd: EPA
Ítalía spilar í kvöld úrslitaleik Evrópumótsins við England á Wembley. Flautað verður til leiks klukkan 19:00.

Roberto Mancini er búinn að byggja upp rosalega gott lið sem er erfitt er að vinna. Ítalía getur í kvöld orðið Evrópumeistari í annað sinn. Ítalía varð síðast Evrópumeistari 1968.

„Þeir eru með svalasta þjálfarateymi fótboltasögunnar," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Þetta er svo vel gert. Þeir vita hvað gerist, þeir vita að það munu vera myndavélar á þeim. Þeir eru klæddir alveg eins og ég veit ekki hvað, úr tískuverslun í Rómahverfi. Þetta gefur svo mikla stemningu í kringum þá," sagði Hjálmar Örn Jóhannsson, Hjammi.

Alberico Evani
Þjálfarateymi Ítalíu hefur vakið athygli og þá sérstaklega einn maður sem þykir einstaklega svalur.

Sá maður heitir Alberico Evani og er 58 ára gamall. Hann spilaði tæplega 300 leiki fyrir AC Milan á sínum leikmannaferli og 15 A-lansleiki fyrir Ítalíu.

Hann hefur frá 2010 þjálfað yngri landslið Ítalíu en er núna í þjálfarateymi Mancini hjá A-landsliðinu.

Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni um hann á Twitter en hann verður auðvitað á hliðarlínunni í kvöld.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner