Eftir skelfilega byrjun á mótinu er Keflavík nú með betri liðunum í deildinni ef við horfum á formið í síðustu leikjum en liðið vann góðan 3-0 sigur á Val á Origo-vellinum í dag.
Erfiðlega gekk að ná mönnum í viðtal eftir leik svo undirritaður þurfti að grípa í fyrirliða Valsmanna Hauk Pál Sigurðsson sem tók út leikbann í leiknum.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 3 Keflavík
„Ekki góð. Það er bara þannig." Sagði Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Valsmanna eftir leikinn í kvöld en hann tók eins og áður sagði út leikbann í kvöld.
Það var ekki mikið um jákvæða punkta í leik Valsmanna í kvöld en á efa hefur innkoma Frederiks Schram í þessum leik verið það sem Valsmenn geta hvað mest tekið úr þessum leik.
„Hann stóð sig vel og átti góðar vörslur þarna og bara búin að koma vel inn í þetta á æfingum og stóð sig vel í dag."
Haukur Páll tók út tíðrætt leikbann í kvöld og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni í kvöld og viðurkenndi að það sé erfiðara að vera áhorfandi.
„Já töluvert. Allavega hjá mér þá er alltaf fiðringur fyrir leiki sem ég spila og maður verður einhvernveginn meira stressaður þegar maður er ekki að taka þátt í honum og það er hundfúlt að vera ekki að spila. Ég tók út leikbann hérna í dag og það er bara eins og það er."
Nánar er rætt við Hauk Pál Sigurðsson fyrirliða Vals í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |