Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 11. júlí 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Bent spáir í 12. umferð Lengjudeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fær Hemmi sigur í afmælisgjöf?
Fær Hemmi sigur í afmælisgjöf?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eða verður það Arnór Sölvi sem fagnar?
Eða verður það Arnór Sölvi sem fagnar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tólfta umferðin í Lengjudeildinni hefst í kvöld og lýkur á morgun. Topplið ÍR fær HK, sem er í 3. sæti, í heimsókn í stórleik umferðarinnar.

Tómas Bent Magnússon, sem skoraði tvö mörk fyrir Val í Evrópusigri í gær, spáir í leiki umferðarinnar.

Hann fylgir á eftir liðsfélaga sínum, Adam Pálssyni, sem var með þrjá leiki rétta.

Fjölnir 1 - 1 Grindavík (fös, 18:30)
Fjölnir kemst snemma yfir í fyrri hálfleik og heldur forystunni fram að 80. mínútu, þegar Grindavík nær að troða inn jöfnunarmarki.

Selfoss 2 - 1 Fylkir (fös, 19:15)
Kótilettuleikurinn! Selfyssingar eru gríðarlega gíraðir í leikinn. Fylkir, án lykilmanna og hafa engin svör en ná að troða inn einu sárabóta marki í lokin.

ÍR 1 - 2 HK (fös, 19:15)
Dagur Garðars kemur HK yfir, Arnór Sölvi jafnar rétt fyrir hálfleik. Það gerist ekki mikið í seinni hálfleik, en Eiður Atli stangar boltann inn beint úr horni og gefur þjálfara sínum 3 stig í afmælisgjöf.

Þróttur 1 - 3 Keflavík (fös, 19:15)
Svipuð saga og í síðustu umferð – Keflvíkingar lendir undir þegar Liam Jeffs skorar, en snúa leiknum við og vinna þetta þægilega.

Völsungur 1 - 2 Njarðvík (lau, 14:00)
Njarðvík verður lengi að komast í gang eftir langt ferðalag og lendir undir í fyrri hálfleik. Gunnar Heiðar tekur tryllinginn í hálfleik og Njarðvík svarar strax með marki í byrjun seinni. Viggó Valgeirsson klárar svo leikinn með glæsilegu skoti fyrir utan teig.

Þór 2 - 0 Leiknir (lau, 16:00)
Siggi Höskulds fær sína gömlu menn í heimsókn, en það hefur engin áhrif – Þórsarar taka þetta örugglega.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Adam Páls (3 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 11 7 4 0 20 - 6 +14 25
2.    Njarðvík 11 6 5 0 29 - 11 +18 23
3.    HK 11 6 3 2 22 - 12 +10 21
4.    Keflavík 11 5 3 3 23 - 15 +8 18
5.    Þróttur R. 11 5 3 3 20 - 18 +2 18
6.    Þór 11 5 2 4 26 - 19 +7 17
7.    Völsungur 11 4 1 6 17 - 26 -9 13
8.    Grindavík 11 3 2 6 25 - 34 -9 11
9.    Fylkir 11 2 4 5 15 - 17 -2 10
10.    Fjölnir 11 2 3 6 12 - 24 -12 9
11.    Leiknir R. 11 2 3 6 12 - 25 -13 9
12.    Selfoss 11 2 1 8 10 - 24 -14 7
Athugasemdir