sun 11. október 2020 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danir komust yfir með mjög vafasömu marki
Icelandair
Mjög tæpt.
Mjög tæpt.
Mynd: Stöð 2 Sport - Skjáskot
Það er kominn hálfleikur í leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni.

Staðan er 1-0 fyrir Danmörku en þeir skoruðu rétt fyrir hálfleik. Þeir skoruðu eftir hornspyrnu en það er stór spurning hvort boltinn hafi verið inni. Dómarinn mat það sem svo.

ÞETTA ER BARA RANGT! DÓMARAMISTÖK! Kjær með skalla á markið, Hannes ver, slær boltann frá, boltinn fer í Dolberg og lekur við stöngina. Hannes ver en dómararnir telja að þessi bolti hafi farið allur innfyrir línuna. Ég er sannfærður um að svo sé ekki eftir að hafa séð endursýningar. Aðstoðardómarinn dæmdi mark," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

„Ekkert VAR í Þjóðadeildinni og markið stendur."

Þetta var ansi tæpt en aðstoðardómarinn sá þetta það vel að hann ákvað að lyfta flagginu og dæma mark. Það er engin marklínutækni.
Athugasemdir
banner
banner
banner