Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. október 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja Fernandes hafa hækkað röddina vel í hálfleik gegn Spurs
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði 6-1 fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Það voru mikil rifrildi inni í búningsklefa United í hálfleik, eins og The Athletic hefur fjallað um.

Bruno Fernandes var tekinn af velli hálfleik og var skrifað um það í grein The Athletic að það hafi eingöngu verið taktísk ákvörðun. Mirror hefur hins vegar heimildarmenn innan Manchester United sem segir frá því hvernig Fernandes lét í hálfleik. Miðjumaðurinn var mjög reiður.

„Hann lét liðsfélaga sína heyra það og æpti: 'Við eigum að vera Manchester United. Þetta ætti ekki að vera að gerast," segir heimildarmaður Mirror um Fernandes. Þessi heimildarmaður starfar fyrir Man Utd.

Hann segir að Fernandes hafi líka gagnrýnt Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, því hann talaði um það að liðið væri að spila vitlausa taktík.

„Það voru aðrir sem hækkuðu röddina, en hann var í aðalhlutverki."

Man Utd var 4-1 undir í hálfleik og tapaði 6-1, og það á heimavelli. Liðið mætir Newcastle um næstu helgi, en United er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner