Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 16:56
Brynjar Ingi Erluson
Yfirvöld bregðast við tillögunni: Vonsvikin og hissa
Rick Parry er á milli tannana á fólki
Rick Parry er á milli tannana á fólki
Mynd: Getty Images
Rick Parry, stjórnarformaður EFL-deildarinnar á Englandi, er einn umtalaðasti maður enska boltans í dag en hann styður afar umdeilda tillögu sem Liverpool og Manchester United ætla að leggja fram. Yfirvöld hafa svarað tillögunni og segir fulltrúi að tillagan sé vonbrigði.

Tillagan felur í sér að fækka liðum í úrvalsdeildinni úr 20 niður í 18 og blása af keppnir á borð við enska deildabikarinn og leikinn um samfélagsskjöldinn.

Það er þó margt í tillögunni sem er ansi áhugavert en það er nokkuð ljóst að sex stærstu klúbbarnir eru með mesta vægið í atkævðagreiðslum og munu því stýra toppfótbolta á Englandi og gæti það talist afar hættulegt fyrir framtíð enska boltans.

Í tillögunni kemur fram vel ígrundað plan hvernig á að hjálpa neðri deildar félögum úr fjárhagskrísu og þá munu þau félög einnig fá 25 prósent af tekjum ensku úrvalsdeildarinnar til að halda rekstrinum í góðu jafnvægi.

Enska úrvalsdeildin hefur hins vegar gefið frá sér yfirlýsingu og sömuleiðis yfirvöld á Bretlandseyjum. Úrvalsdeildin segir tillöguna skaðlega og taka yfirvöld undir það.

„Við erum vonsvikin og hissa að á tímum sem þessum þar sem við höfum hvatt ensku úrvalsdeildarfélögin að koma saman og ganga frá lausum endum til að hjálpa neðri deildar félögunum en svo komumst við að því að það er verið að smíða einhverskonar samninga og reglugerðir sem að einangrar stærstu félögin frá hinum. Sjálfbærni, heiðarleiki og heiðarleg samkeppni eru gildin og allt sem vegur að þessum gildum er áhyggjuefni. Það eru fyrst og fremst stuðningsmennirnir sem við ættum að hugsa um og þess vegna verða viðbrögð fótboltayfirvalda mjög mikilvæg í þessu máli," sagði fulltrúi yfirvalda.

Parry á blaðamannafundi á Zoom: Vanhugsuð yfirlýsing yfirvalda

Parry var afar hissa á viðbrögðum yfirvalda en hann var á blaðamannafundi á samfélagsmiðlinum Zoom þegar yfirvöld svöruðu tillögunni.

„Yfirvöld hefðu kannski átt að lesa tillögurnar í stað þess að senda frá sér vanhugsaða yfirlýsingu. Þetta hjálpar ekkert sérstaklega en breytingar eru erfiðar. Ég var óvinur númer eitt þegar ég hjálpaði til við að byggja úrvalsdeildina árið 1992 og það endaði nú ekkert svo illa er það nokkuð? " sagði Parry og spurði.

Sjá einnig:
Úrvalsdeildin svarar: Skaðleg tillaga
Liverpool og Man Utd leggja fram tillögu að 18 liða deild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner