Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 11. október 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nottingham Forest sektað um 750 þúsund pund vegna færslu á samfélagsmiðlum
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Getty Images
Anthony Taylor var dómari leiksins umrædda.
Anthony Taylor var dómari leiksins umrædda.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest hefur verið sektað um 750 þúsund pund, eða um 130 milljónir íslenskra króna, og fékk á sama tíma aðvörun frá enska knattspyrnusambandinu út af færslu á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Everton í apríl.

Forest sendi frá sér yfirlýsingu eftir leikinn gegn Everton þar sem félagið vildi meina að liðið hefði átt að fá þrjár vítaspyrnur í leiknum. Í færslunni var sagt að dómarasambandið hefði fengið ábendingu fyrir leikinn að VAR-dómari leiksins væri stuðningsmaður Luton sem þá var í harðri fallbaráttu við Nottingham Forest.

„Þrjár ótrúlega slakar ákvarðanir þar sem þrjár vítaspyrnur voru ekki gefnar og það er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við. Við vöruðum dómarasambandið við því að VAR-dómarinn væri stuðningsmaður Luton fyrir leikinn en þeir ákváðu ekki að skipta honum út. Mörgum sinnum hefur verið reynt á þolinmæði okkur og mun Nottingham Forest nú íhuga næstu skref," sagði í færslunni.

Mark Clattenburg var á þessum tíma ráðgjafi Forest í dómaramálum og fékk hann harða gagnrýni eftir þessa færslu.

Félagið neitaði að ummælin fælu í sér hlutdrægni eða efa um heilindi dómara. Óháð eftirlitsnefnd komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Forest hefði brotið reglur með færslu sinni og því fær félagið háa sekt.
Athugasemdir
banner
banner