Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2019 23:00
Aksentije Milisic
Herrera: Fótboltinn ekki í forgangi hjá Man Utd
Herrera fagnar marki hjá United.
Herrera fagnar marki hjá United.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, leikmaður PSG og fyrrverandi leikmaður Man Utd, hefur sagt að fótboltinn hafi ekki verið í forgangi hjá klúbbnum á meðan hann var þar. Herrera lék 132 leiki fyrir United á fimm árum og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins.

„Ég var mjög ánægður hjá þessu stórkostlega félagi og ég er mjög þakklátur stuðningsmönnunum. En stundum leið mér eins og að fótboltinn hafi ekki verið í forgangi hjá klúbbnum. Hann var ekki talinn mikilvægastur", sagði Herrera áður en hann varð spurður að því hvað var þá mikilvægast.

„Ég get ekki tjáð mig um það en fótboltinn var það ekki. Ég vil ekki vera bera neitt saman, en hér hjá PSG líður mér eins og allt snúist um fótbolta".

Talið er að Herrera hafi einnig verið ósáttur með stjórn Man Utd varðandi samningsmál hans. Hann yfirgaf liðið frítt síðasta sumar og gekk til liðs við PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner