Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 11. nóvember 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim ætlar beint í þriggja manna varnarlínu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Portúgalski fótboltaþjálfarinn Rúben Amorim hefur verið ráðinn til Manchester United og eru bornar gríðarlega miklar væntingar til hans á erfiðum tímapunkti í sögu Rauðu djöflanna.

Hann tekur við stjórnartaumunum af Erik ten Hag sem var rekinn eftir tap gegn West Ham í lok október.

Ruud van Nistelrooy hefur verið bráðabirgðaþjálfari síðan þá og fékk hann að stýra Rauðu djöflunum í fjórum heimaleikjum í röð áður en Amorim tók við í dag.

Undir stjórn Nistelrooy tókst Man Utd að sigra þrjá leiki og gera eitt jafntefli, en allir leikirnir voru á heimavelli. Núna tekur Amorim við og á hann framundan leiki gegn Ipswich Town, Bodö/Glimt, Everton, Arsenal og Nottingham Forest.

Það verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með leikstíl Man Utd í næstu leikjum, þar sem búist er sterklega við því að Amorim muni tefla fram þriggja manna varnarlínu. Man Utd hefur litla reynslu af því að spila með þrjá menn í vörn en Amorim ætlar sér að breyta því.

„Til að byrja með þá verð ég að nota leikkerfi sem ég þekki mjög vel og kenna leikmönnum að spila það. Við höfum ekki mikinn tíma til að æfa okkur saman því það eru margir leikir framundan. Þess vegna ætla ég að nota leikkerfi sem ég þekki mjög vel sjálfur," er meðal þess sem Amorim hefur sagt sem nýr þjálfari Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner