Gestur vikunnar er Jóhann Birnir Guðmundsson, eðalnáungi. Jói æfði eiginlega ekki fótbolta í 3 og 4 flokki því það var ekki lið í Garðinum, þaðan sem kemur. Elton John keypti hann til Watford og þar spilaði hann undir goðsögninni Graham Taylor. Jóhann spilaði svo i Englandi, Noregi og í Svíþjóð áður en hann kom heim til að spila með Keflavík. Eftir ferilinn hefur Jói verið þjálfari Keflavíkur, yfirþjálfari Keflavíkur, afreksþjálfari hjá FH og er nú þjálfari ÍR í Lengjudeildinni.
Jói er næst ruglaðisti aðdáandi Man United á Íslandi, rétt á eftir mömmu sinni og er Cristiano Ronaldo kallaður Krissi bróðir í daglegu tali í Garðinum.
Við í Turnunum þökkum okkar traustu bakhjörlum í Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fiskversluninni Hafið, Fitness Sport og Tékkanum Budvar ásamt Visitor ferðaskrifstofu. Það er nóg framundan. Gamlir íþróttamenn eru byrjaðir að bóka tíma hjá mér og fyrsti þáttur með bransasögum kemur út, fyrir mánaðarmót :)