Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 12. febrúar 2025 18:20
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Sölvi Geir Ottesen ræddi um komandi leik.
Sölvi Geir Ottesen ræddi um komandi leik.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur mætir gríska liðinu Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar á morgun klukkan 17:45. Þetta er fyrri viðureign liðanna en sú seinni fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 20. febrúar.

Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í 16-liða úrslitum og mætir þar annaðhvort Fiorentina eða SK Rapid.

Fótbolti.net er í Helsinki þar sem fyrri leikurinn fer fram og Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, veitti í dag viðtal fyrir komandi leik.

„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Hann hefur verið smá brösóttur og við höfum verið að fara ótroðnar slóðir með þetta. Ekkert lið hefur verið í þessum aðstæðum og við höfum þurft að læra svolítið fljótt inn á þetta," segir Sölvi.

„Við ákváðum að keyra strax á það að koma strákunum í form, við erum að mæta Panathinaikos sem er að spila í deildinni heima og er í hörkuleikformi. Veðrið heima á Íslandi var aðeins að trufla okkur og það hafa verið hindranir. En ég verð að hrósa strákunum, hversu fókuseraðir þeir hafa verið á hvað var framundan. Þeir kvörtuðu aldrei og maður finnur að þeir eru mjög einbeittur."

„Panathinaikos er með mjög góða einstaklinga innanborðs en við sjáum samt sem áður fullt af tækifærum á móti þeim. Við getum alveg farið með gott sjálfstraust inn í þetta einvígi."

Sölvi segir að liðsval sitt fyrir leikinn á morgun muni byggja á stöðunni á leikmönnum. „Við þurfum á hlaupurum að halda í þessum leik. Við höfum verið að horfa til þess hverjir eru klárir í að byrja leikinn og til í að spila mikið. Menn eru að koma mismunandi til baka."

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, er Sölvi spurður nánar út í komandi leik. Gengi Panathinaikos að undanförnu og leikkerfi Víkings koma meðal annars við sögu.
Athugasemdir
banner