„Þetta gekk vel. Það var allt með okkur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 6-0 sigur gegn Þrótti í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 6 - 0 Þróttur R.
„Við ætluðum að byrja þetta af krafti og gerðum það svo sannarlega. Við vorum komnir í 6-0 eftir 55 mínútur og þá kemur ósjálfrátt lægð í þetta. Menn fóru að slaka á. Sigurinn var kominn í hús í 6-0."
„Menn eru allir klárir og það er búið að tala um þessa liðsheild okkar. Við erum allir að stefna í sömu átt."
Sér hann Þrótt geta bjargað sér frá falli?
„Já ég geri það. Þeir áttu góða leiki gegn FH og KR," sagði Rúnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















