Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 12. maí 2021 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Hertha fjarlægist fallsvæðið á besta tíma
Mynd: Getty Images
Schalke 04 1 - 2 Hertha
1-0 Amine Harit ('6 )
1-1 Dedryck Boyata ('18 )
1-2 Jessic Ngankam ('73 )
Rautt spjald: Dodi Lukebakio, Hertha ('88)

Hertha Berlín vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni í Þýskalandi í kvöld.

Hertha heimsótti Schalke og lenti undir á sjöttu mínútu eftir mark Amine Harit.

Dedryck Boyata jafnaði fyrir Hertha á 18. mínútu og var staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Á 73. mínútu tók Hertha forystuna með marki Jessic Ngankam, 1-2. Hertha missti mann af velli með rautt spjald á 88. mínútu en það hafði ekki mikil áhrif, lokatölur 1-2 fyrir félagið frá höfuðborginni.

Hertha fjarlægist fallsvæðið á besta tíma og er núna þremur stigum frá 16. sætinu. Schalke er á botninum og spilar í B-deild á næstu leiktíð. Það eru tvær umferðir eftir af deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner