Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. júní 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna í dag - María mætir Frakklandi
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir.
Mynd: Getty Images
Það eru þrír leikir á Heimsmeistaramóti kvenna í Frakklandi í dag. Önnur umferð riðlakeppninnar hefst.

Gestgjafar Frakklands, sem burstuðu Suður-Kóreu í opnunarleiknum, mæta Noregi í Nice. Í liði Noregs er María Þórisdóttir. María, sem leikur með Chelsea á Englandi, er dóttir Þóris Hergeirssonar sem þjálfar norska kvennalandsliðið í handbolta.

María fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 3-0 sigri á Nígeríu í fyrsta leik Noregs á mótinu. Það verður spennandi að fylgjast með henni gegn Frakklandi í kvöld.

Suður-Kórea og Nígería eigast einnig við í A-riðlinum, en í B-riðlinum mætast Þýskaland og Spánn klukkan 16:00. Þýskaland lagði Kína og Spánn náði að klára Suður-Kóreu í fyrsta leik eftir að hafa verið lengi undir í leiknum.

miðvikudagur 12. júní

Riðill A
13:00 Nígeria - Suður-Kórea (RÚV)
19:00 Frakkland - Noregur (RÚV 2)

Riðill B
16:00 Þýskaland - Spánn (RÚV 2)
Athugasemdir
banner
banner