Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 12. september 2020 17:46
Þorgeir Leó Gunnarsson
Páll: Þetta var púsluspil í dag
Lengjudeildin
Páll Viðar þjálfari Þórs
Páll Viðar þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór heimsótti lið Aftureldingar í dag í Lengjudeild karla og tóku öll stigin sem voru í boði. 2-3 voru lokatölur í hörkuleik sem bauð upp á allt. Rauð spjöld, vítaspyrnur og nokkur mörk. Páll, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn og þá sérstaklega þar sem þetta var á útivelli. „Þetta var skrýtið og ekki síður fyrir þjálfara að þurfa að taka þrjár skiptingar í fyrri hálfleik án þess að hafa neina ástæðu til að breyta. Þetta var púsluspil í dag en fyrst og fremst geggjað að ná að klára þrjú stig á útivelli" Sagði Palli meðal annars.

Þórsarar hafa verið upp og niður í sumar og ekki náð að stimpla sig nægilega vel inn í toppbaráttuna að undanförnu. Palli er þó bjartsýnn á framhaldið „Við erum alltaf að narta í þetta. Ef og hefði og kannski og allt það. Kannski þarf bara að trufla mannskapinn og ég er ekki endanlega búinn að komast þeirri niðurstöðu að þetta hafi truflað menn að þjálfara vitleysingurinn hafi ætlað að vera í toppbaráttu. Mér finnst Þór alltaf að eiga stefna upp, við erum það stór klúbbur. Hvort sem það gerist á þessu ári, næsta eða þar næsta" Sagði Palli um toppbaráttuna.

Nánar er rætt við Palla í viðtalinu hér fyrir ofan. Hann er meðal annars spurður út í stöðuna á hópnum, næstu leiki og meiðslin hjá Emanuel.
Athugasemdir