Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   lau 12. september 2020 17:46
Þorgeir Leó Gunnarsson
Páll: Þetta var púsluspil í dag
Lengjudeildin
Páll Viðar þjálfari Þórs
Páll Viðar þjálfari Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór heimsótti lið Aftureldingar í dag í Lengjudeild karla og tóku öll stigin sem voru í boði. 2-3 voru lokatölur í hörkuleik sem bauð upp á allt. Rauð spjöld, vítaspyrnur og nokkur mörk. Páll, þjálfari Þórs, var ánægður með sigurinn og þá sérstaklega þar sem þetta var á útivelli. „Þetta var skrýtið og ekki síður fyrir þjálfara að þurfa að taka þrjár skiptingar í fyrri hálfleik án þess að hafa neina ástæðu til að breyta. Þetta var púsluspil í dag en fyrst og fremst geggjað að ná að klára þrjú stig á útivelli" Sagði Palli meðal annars.

Þórsarar hafa verið upp og niður í sumar og ekki náð að stimpla sig nægilega vel inn í toppbaráttuna að undanförnu. Palli er þó bjartsýnn á framhaldið „Við erum alltaf að narta í þetta. Ef og hefði og kannski og allt það. Kannski þarf bara að trufla mannskapinn og ég er ekki endanlega búinn að komast þeirri niðurstöðu að þetta hafi truflað menn að þjálfara vitleysingurinn hafi ætlað að vera í toppbaráttu. Mér finnst Þór alltaf að eiga stefna upp, við erum það stór klúbbur. Hvort sem það gerist á þessu ári, næsta eða þar næsta" Sagði Palli um toppbaráttuna.

Nánar er rætt við Palla í viðtalinu hér fyrir ofan. Hann er meðal annars spurður út í stöðuna á hópnum, næstu leiki og meiðslin hjá Emanuel.
Athugasemdir
banner