Lee Carsley vann báða leiki sína í nýliðnum landsleikjaglugga en talið er líklegt að hann fái landsliðsþjálfarastarf Englands til frambúðar.
Carsley er U21 landsliðsþjálfari Englands en tók til bráðabirgða við liðinu eftir að Gareth Southgate hætti. Carsley vonast eftir því að fá starfið.
Möguleiki er að hann stýri Englandi áfram sem bráðabirgðaþjálfari í komandi landsleikjaglugga í október.
Carsley er U21 landsliðsþjálfari Englands en tók til bráðabirgða við liðinu eftir að Gareth Southgate hætti. Carsley vonast eftir því að fá starfið.
Möguleiki er að hann stýri Englandi áfram sem bráðabirgðaþjálfari í komandi landsleikjaglugga í október.
The Mail segir að enska sambandið sé þó enn að skoða aðra kosti og sé í sambandi við aðra þjálfara.
Graham Potter fyrrum stjóra Chelsea og Brighton og Eddie Howe stjóri Newcastle eru báðir sagðir hafa sýnt starfinu áhuga.
Mirror nefnir fimm stjóra sem gætu enn verið á blaði hjá Englandi; auk Potter og Howe er talað um Jurgen Klopp stjóra Liverpool, Pep Guardiola stjóra Manchester City og Thomas Tuchel fyrrum stjóra Chelsea.
Það er ekki talið líklegt að Klopp eða Guardiola séu tilbúnir í starfið á þessum tímapunkti en við skulum ekki útiloka neitt.
Athugasemdir