Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kom 11 ára stuðningsmanni liðsins á óvart á dögunum þegar hann ritaði bréf til hans. Hinn 11 ára gamli Lewis Balfe sendi Klopp bréf í sumar og sagðist kvíða fyrir að byrja í skólanum.
Klopp ákvað að svara Lewis á dögunum.
Klopp ákvað að svara Lewis á dögunum.
„Halló Lewis. 'Má ég byrja á að segja þér leyndarmál? Ég verð stressaður. Í hreinskilni sgat þá væri ég áhyggjufullur ef ég yrði ekki stressaður því þegar það gerðist þá fæ ég tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt," sagði Klopp meðal annars í bréfinu.
„Ég veit að það gæti verið skrýtið fyrir strák á þínum aldri að hugsa að stjóri Liverpool fái þessa tilfinningu en ég geri það."
„Það sést á bréfi þínu að þú ert mjög vel hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú hefur þessa kosti þá er mjög erfitt að sleppa því að vera stressaður."
„Þú spurðir mig hvað ég geri þegar leikmönnum mínum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á það hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég er ekki vafa um að það sé eins hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist."
Jurgen’s letter to an 11 year old on getting nervous and suffering from anxiety.
— The Redmen TV (@TheRedmenTV) October 12, 2020
Fucking hell 😭 pic.twitter.com/uiWosSVxQg
Athugasemdir