Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 12. desember 2023 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Forsetinn baðst afsökunar og sagði af sér - „Ætlaði bara að hrækja framan í hann“
Meler fékk einn á lúðurinn frá Koca
Meler fékk einn á lúðurinn frá Koca
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Faruk Koca, forseti Ankaragucu í Tyrklandi, hefur sagt af sér og beðist afsökunar á því að hafa kýlt dómarann Halil Umut Meler í 1-1 jafntefli liðsins gegn Rizespor í gær.

Koca óð inn á völlinn og gaf dómaranum þungt hnefahögg eftir lokaflaut. Meler fékk svo fleiri högg á sig meðan hann lá í grasinu en Ankaragucu hafði fengið á sig jöfnunarmark þegar sjö mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.

Forsetinn sagði í viðtali við CNN Turk að hann ætlaði aðeins að hrækja framan í andlit dómarans og sakaði hann þá Meler um að hafa fleygt sér í grasið eftir atvikið.

„Markmiðið mitt var að eiga orðasamskipti við dómarann og hrækja í andlit hans. Á þessum tíma sló ég dómarann í andlitið. en það olli ekki beinbroti,“ sagði Koca við CNN Turk.

„Eftir að ég sló hann þá stóð dómarinn upp í 5-10 sekúndur áður en hann kastaði sér aftur í grasið. Þeir fjarlægðu mig um leið af vettvangi vegna þess að ég er með hjartasjúkdóm. Fyrir utan það þá er ég ekki meðvitaður um að eitthvað hafi gerst,“ sagði hann ennfremur.

Koca var handtekinn og var öllum leikjum í tyrkneska fótboltanum frestað vegna atviksins. Tyrkneska fótboltasambandið vinnur nú að því að finna lausn til þess að þetta muni ekki endurtaka sig.

Forsetinn hefur nú formlega sagt af sér og beðið Meler, Ankaragucu og stuðningsmenn þess afsökunar.

Koca vonast þó til þess að atvikið hjálpi til við að hreinsa tyrkneska fótboltann af ofbeldi og að tyrkneska fótboltasambandið geti nú nýtt fundi sína til að finna betri leið til að byggja upp fótboltann þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner