Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 12. desember 2023 11:41
Elvar Geir Magnússon
Forseti Ankaragucu handtekinn fyrir árásina á dómarann
Mynd: Getty Images
Gefin hefur verið út handtökuskipun á forseta tyrkneska fótboltafélagsins MKE Ankaragucu, Faruk Koca, fyrir að hafa kýlt dómarann í andlitið eftir leik í deildinni.

Þá eru tveir aðrir einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna málsins en tyrkneska fótboltasambandið hefur frestað öllum fótboltaleikjum í landinu.

Koca óð inn á völlinn og gaf dómaranum Halil Umut Meler þungt hnefahögg eftir lokaflaut. Meler fékk svo fleiri högg á sig meðan hann lá í grasinu en Ankaragucu hafði fengið á sig jöfnunarmark þegar sjö mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.

Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði að það sem átti sér stað væri „algjörlega óviðunandi og ætti ekkert erindi í íþróttina eða samfélagið“.

Meler er einn besti dómari Tyrklands og starfar einnig á erlendum vettvangi fyrir UEFA og FIFA. Hann fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi vegna blæðingar í kringum annað augað og kinnbeinsbrots. Hann verður útskrifaður í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner