Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 13. janúar 2023 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ástæða af hverju Albert spilaði ekki? - Þrjú lið hafa áhuga
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson kom ekki við sögu þegar Genoa mætti Roma í ítalska bikarnum í gær. Albert hefur verið heitur að undanförnu með Genoa en var ónotaður varamaður í gær. Paulo Dybala skoraði eina mark leiksins í 1-0 heimasigri Roma sem er komið í 8-liða úrslit.

Albert skoraði í síðustu tveimur leikjum Genoa í Serie B fyrir áramót og var á dögunum orðaður við félag í Serie A.

Frændi Alberts og nafni hans, Albert Brynjar Ingason, ræddi um Guðmundsson í Dr. Football þætti dagsins.

„Það er spurning hvort þeir séu að bíða og sjá hvað kemur út úr þessu með áhugann á honum úr Serie A. Það eru fleiri lið að bætast þar við, Bologna og Torino eru búin að hlera Genoa," sagði Albert Brynjar en áður hafði Sassuolo sýnt sóknarmanninum áhuga.

„Hann er sáttur hjá Genoa og yrði alveg sáttur að klára tímabilið hjá Genoa. En það eru þessi þrjú lið sem eru búin að hafa samband við Genoa. Það er hugsanlega ástæðan fyrir því að hann kom ekki inn á í gær. Ég myndi henda þessu í gamla góða 50:50 að hann fari í Serie A."

Sjá einnig:
Alberti frjálst að fara sumarið 2023 ef Genoa fellur
Athugasemdir
banner
banner