Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 13. febrúar 2020 09:30
Aksentije Milisic
Rodgers um Barnes: Getur komist í landsliðshópinn
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að hægri kantmaðurinn Harvey Barnes geti komi sér inn í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið næsta sumar.

Greint hefur verið frá því að Gareth Southgate, stjóri Enska landsliðsins, verði á Molineux vellinum á föstudaginn þegar Wolves og Leicester mætast í ensku úrvalsdeildinni.

„Þú sérð hvernig Harvey er að bæta sig stöðugt og þroskast. Hann var frábær í leiknum gegn Chelsea fyrir vetrarfríið. Hann er með kraft og hraða og hann er að bæta sig í taktíska hluta leiksins," segir Rodgers.

„Southgate mun vera áhugasamur um unga enska leikmenn og ég er viss um að Barnes verði mjög nálægt því að komast í hópinn fyrir Evrópumótið."

Svo lengi sem Leicester fari ekki að tapa alltof mörgum leikjum þá ætti liðið að ná að enda í einu af fjóru efstu sætunum þegar tímabilinu líkur og taka þar af leiðandi þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner