Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. febrúar 2023 15:25
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar á leið í Val
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er að ganga í raðir Vals en þetta fullyrðir íþróttafréttamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason. Þar er sagt að Andri fari í læknisskoðun í dag og skrifi undir samning í kjölfarið.

Andri lék með ÍBV í fyrra en rifti samningi sínum eftir tímabilið. Hann er 32 ára sóknarmaður sem skoraði 10 mörk í 25 leikjum fyrir Eyjamenn á síðasta tímabili.

„Það er ekki inn í myndinni að fara í Lengjudeildina. Ég er heldur ekki með himinháar launakröfur eins og hefur verið talað um líka. Ég er að fara að hugsa um fótboltalega hluti, það er markmiðið. Ég er að einbeita mér á það að fara í toppbaráttu, að vinna eitthvað. Ég hef aldrei unnið neitt á Íslandi og það er númer eitt, tvö og þrjú sem mér langar." sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

Sjá einnig:
Andri segir að laun skipti ekki miklu máli í ákvörðun sinni

Andri hefur spilað með BÍ/Bolungarvík, Víkingi og Grindavík hér á landi auk ÍBV. Erlendis var hann hjá Helsignborg, Kaiserslautern og Esbjerg.


Athugasemdir
banner
banner
banner