Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 13. febrúar 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur áhuga á De Ligt, Frimpong, Tapsoba og Lautaro
Powerade
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt er ósáttur við stöðu sína hjá Þýskalandsmeisturunum.
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt er ósáttur við stöðu sína hjá Þýskalandsmeisturunum.
Mynd: EPA
Jeremie Frimpong.
Jeremie Frimpong.
Mynd: EPA
Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Pedro Neto.
Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Pedro Neto.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur áhuga á Kerkez.
Chelsea hefur áhuga á Kerkez.
Mynd: EPA
Barcelona vill ráða Alonso.
Barcelona vill ráða Alonso.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan dag, velkomin í slúðurheima. Mbappe, Silva, Postecoglou, Moyes, De Ligt, Frimpong, Tapsoba, Neto... og margir fleiri koma við sögu.

Manchester United hefur áhuga á varnarmanninum Matthijs de Ligt (24) hjá Bayern München en hollenski landsliðsmaðurinn er óánægður með hlutverk sitt hjá Þýskalandsmeisturunum. (Sun)

Arsenal hefur einnig áhuga á De Ligt en Manchester United er í lykilstöðu. (Football Transfers)

Manchester United fylgist með tveimur varnarmönnum Bayer Leverkusen; hollenska hægri bakverðinum Jeremie Frimpong (23) og miðverðinum Edmond Tapsoba (25) landsliðsmanni Búrkínó Fasó. (Manchester Evening News)

Þá hefur Erik ten Hag stjóri Manchester United farið fram á að argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez (26) verði keyptur frá Inter. (Fichajes)

Kylian Mbappe (25) framherji Paris St-Germain og hans umboðsmenn eru ekki sannfærðir um nýjasta tilboð Real Madrid. Franski landsliðsmaðurinn getur farið á frjálsri sölu í sumar en tilboð spænska stórliðsins er lægra en félagið bauð í maí 2022. (Athletic)

Ange Postecoglou (58) er meðal þeirra sem eru orðaðir við Liverpool en Tottenham býst við að halda stjóra sínum í sumar. (Telegraph)

West Ham hefur frestað samningaviðræðum við stjórann David Moyes (60) þar sem félagið einbeitir sér að því að binda enda á sjö leikja kafla án sigurs. (Mail)

Paris St-Germain vill fá portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (29) frá Manchester City. Frönsku meistararnir eru klárir í að borga 51 milljón punda riftunarákvæði í samningi hans. (Fichajes)

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á portúgalska vængmanninum Pedro Neto (23) hjá Wolves. Úlfarnir eru tilbúnir að selja hann ef gengið er að verðmiða hans. (Fichajes)

Úlfarnir vilja fá um 50-60 milljónir punda fyrir Neto en hann er samningsbundinn til 2027. (Football Insider)

Chelsea hefur áhuga á Milos Kerkez (20), ungverska vinstri bakverðinum hjá Bournemouth. Chelsea horfir einnig til kanadíska bakvarðarins Alphonso Davies (23) hjá Bayern München. (Football Transfers)

Fulham mistókst að landa sóknarmanninum Sebastian Haller (29) frá Borussia Dortmund í janúar. Haller vildi einbeita sér að Afríkukeppninni með Fílabeinsströndinni og vildi ekki færa sig um set á miðju tímabili. (Fabrizio Romano)

Barcelona hefur sett danska varnarmanninn Andreas Christensen (27) og brasilíska vængmanninn Raphinha (27) á sölulista en félagið reynir að lækka launakostnað sinn. (Mirror)

Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (26) gæti viljað hlusta á tiboð frá öðrum félögum eftir að Barcelona bauð honum framlengingu á lægri launum en núgildandi samningur hans. (Sport)

Barcelona vill ráða Xabi Alonso, stjóra Bayer Leverkusen. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og Liverpool. (Sport)

Paris St-Germain hefur sett portúgalska vængmanninn Rafael Leao (24) hjá AC Milan og nígeríska sóknarmanninn Victor Osimhen (25) hjá Napoli á óskalista sinn ef Mbappe fer frá félaginu í sumar. (La Repubblica)

Mehdi Taremi (31), íranski sóknarmaðurinn hjá Porto, mun fara í læknisskoðun hjá Inter og fara til félagsins á frjálsri sölu í sumar. (Fabrizio Romano)

Kobbie Mainoo (18) miðjumaður Manchester United mun samþykkja kall í enska landsliðið en hyggst halda landsliðsframtíð sinni opinni. Hann er einnig löglegur með Gana. (Mail)

Verið er að fínpússa reglur varðandi bláa spjaldið. Ef markvörður fær blátt getur lið valið milli þess að láta útileikmann í markið tímabundið eða gera skiptingu til frambúðar. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner