Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   fim 13. febrúar 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Söguleg uppstilling hjá Liverpool í gær
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: EPA
Byrjunarlið Liverpool gegn Everton í gær fer í sögubækurnar því þetta var í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem Liverpool teflir ekki fram neinum Englendingi í byrjunarliði sínu.

Englendingurinn Trent Alexander-Arnold, sem er oftast í byrjunarliðinu, byrjaði á bekknum í gær ásamt þeim Jarrel Quansah, Harvey Elliott og Curtis Jones. Joe Gomez glímir við meiðsli.

Þrír Hollendingar voru í byrjunarliðinu í gær, einn Norður-Íri, Brasilíumaður, Frakki, Skoti, Argentínumaður, Egypti, Ungverji og Kólumbíumaður.

Í liði Everton voru fjórir Englendingar: Jordan Pickford, James Tarkowski, Jarrad Branthwaite og James Garner.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner