Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 13. apríl 2024 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Davíð á Kópavogsvelli í dag.
Davíð á Kópavogsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að þetta sé bara ekki rautt spjald, sé bara gult spjald og áfram gakk
Ég held að þetta sé bara ekki rautt spjald, sé bara gult spjald og áfram gakk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við erum ekki í neinum leik þar, bara eitthvað klikkerí í skýrslugerðinni
Við erum ekki í neinum leik þar, bara eitthvað klikkerí í skýrslugerðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er auðvitað ekkert sáttur með úrslitin, en ég verð bara að vera raunsýnn. Við höfum ekki farið á völl sem er í fullri stærð síðan í janúar. Við verðum að taka frá leik til leiks. Það var mikil bæting á liðinu frá leiknum á móti Fram, meira 'agression' í okkur, meira tempó og betri varnarlega en sóknarlega vorum við ekki nægilega góðir," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Breiðabliki í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Mér fannst við ekki nægilega 'clean' í sendingum og náðum illa að koma okkur upp völlinn út af því."

0-0 í hálfleik og það var ekki mikið um opnanir. „Við áttum okkar móment sóknarlega sem við fórum illa með og maður er ósáttur með það. En ég er bara stoltur af liðinu. Við erum að vinna í aðeins öðruvísi aðstæðum en aðrir, ég ætla ekki að nota það sem neina afsökun, ég er bara horfa á þetta jákvætt. Ef Breiðablik er (í dag) nálægt því að vera í sínu besta standi, þá höfum við meira pláss fyrir bætingu."

Elvar Baldvinsson fékk að líta beint rautt spjald í seinni hálfleik.

„Ég held að þetta sé bara ekki rautt spjald, sé bara gult spjald og áfram gakk. Það er snemma inn í móti og það eru allir að reyna gera sitt besta."

Morten Ohlsen var ekki með Vestra í dag. „Bólginn ökkli, óleikfær fyrir þennan leik en kemur klár í næsta leik."

Pétur Bjarnason var ónotaður varamaður í dag, hvers vegna? „Bara öðruvísi leikur, ég er með stóran hóp til að velja úr. Við ætluðum að setja hann inn á en svo vorum við orðnir manni færri og mómentið kom ekki fyrr. Það er bara næsti leikur, við erum að reyna fá alla menn á tærnar," sagði Davíð. Pétur var í byrjunarliðinu í leiknum gegn Fram í fyrstu umferð.

Davíð var spurður meira út í sóknarleik liðsins en hann var ansi bitlaus í leiknum í dag.

„Við komum með ákveðið leikplan inn í leikinn sem gekk ekki eftir vegna þess að sendingar voru ekki nægilega 'clean'. Við vorum á frábærum velli í dag, erum aðeins að venjast, koma okkur aðeins í gang. Mér fannst við aðeins hægir á boltann, þá á ég við menn í kring, hlaupin voru hæg og lítil hreyfing. Við erum rétt að byrja."

Á þessum tímapunkti í viðtalinu kom smá hik á fréttaritara en Davíð var svo spurður út í stemninguna fyrir vestan þar sem liðið er ekki að fara spila heimaleik alveg strax.

„Við fengum hörkustuðning úr stúkunni í dag. Ég segi takk fyrir við okkar stuðningsmenn. Ég vona að stuðningsmenn okkar, eins og leikmenn, viti að við erum rétt að byrja og við þurfum á þeim að halda út tímabilið. Ég er gríðarlega þakklátur þeim og eins er ég þakklátur leikmönnum fyrir að leggja sig 100% fram því það vantaði upp á það í leiknum á móti Fram."

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði liðsins, var ekki í byrjunarliðinu í upprunalegu skýrslunni en eftir uppfærslu var hann kominn inn. Var þetta einhver spurning í aðdraganda leiksins?

„Nei, alls ekki. Bara vandamál með vefinn. Við erum ekki í neinum leik þar, bara eitthvað klikkerí í skýrslugerðinni," sagði Davíð að lokum.
Athugasemdir
banner