Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   lau 13. apríl 2024 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er góð tilfinning," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigur liðsins gegn KA á Akureyri í dag.

„Þetta er erfiður útivöllur, við vorum að spila á móti mjög góðu KA liði og við erum hæstánægðir að fara héðan með þrjú stig. Mér fannst þau verðskulduð."


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 FH

„Við byrjuðum leikinn á að pressa þá. Auðvitað máttum við vera aggressívari, það var smá samdáði í því sem við vorum að gera. Þegar leið á leikinn náðum við að nýta svæðið á milli varnar og miðju og virkja vængspilið, skorum góð mörk og áttum möguleika á að bæta við fleirum í lokin," sagði Heimir.

Kjartan Kári, eða Kári eins og undirritaður vildi kalla hann og Vuk Oskar voru gríðarlega hættulegir á sitthvorum kantinum.

„Við vitum það að Kjartan Kári og Vuk eru öflugir leikmenn. Þeir stigu upp í dag, við höfum verið að hvetja þá þegar þeir fá þessa stöðu einn á móti einum að fara á menn og búa til eitthvað og mér fannst þeir gera það vel," sagði Heimir.

„Svo má ekki gleyma því að þeir spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir."


Athugasemdir
banner
banner