Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 13. maí 2019 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Þorsteinn: Verður aldrei hraður leikur
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson Þjálfari Breiðabliks
Þorsteinn Halldórsson Þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er með fullt hús stiga eftir 3 umferðir í Pepsi Max deild kvenna eftir 0-3 sigur liðsins á Keflavík suður með sjó í kvöld.
Blikar höfðu fulla stjórn á leiknum allar 90 mínúturnar og var sigur þeirra í raun aldei í hættu.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Breiðablik

„Það verður aldrei hraður leikur þegar þú ert að spila á móti liði þar sem allar eru fyrir aftan boltann en þetta er þolinmæðisvinna líka að búa til færi og mér fannst við gera það ágætlega á köflum í fyrri hálfleik en hittum aldrei markið.“

Sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks aðspurður hvort hans stúlkur hefðu ekki átt eitthvað inni í leik kvöldins.

Blikar náðu forystu þegar skammt var eftir að fyrri hálfleik en fram að því hafði þeim gengið illa að koma boltanum á markið þrátt fyrir fjölmörg færi. Var farið að fara um Þorstein í þeirri stöðu?

„Nei ekkert endilega um mann en maður er ekkert sáttur að fá fullt af færum en skora ekkert en maður er þó sáttur við að vera skapa færi því þá er maður þó líklegur til að skora.“

Fjolla Shalla var ekki með Blikum í kvöld vegna meiðsla en hver er staðan á henni?

„Fjolla er að koma til hún er 50/50 fyrir Akureyri“

Sagði Þorsteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir