Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 13. maí 2019 22:08
Sverrir Örn Einarsson
Þorsteinn: Verður aldrei hraður leikur
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson Þjálfari Breiðabliks
Þorsteinn Halldórsson Þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er með fullt hús stiga eftir 3 umferðir í Pepsi Max deild kvenna eftir 0-3 sigur liðsins á Keflavík suður með sjó í kvöld.
Blikar höfðu fulla stjórn á leiknum allar 90 mínúturnar og var sigur þeirra í raun aldei í hættu.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Breiðablik

„Það verður aldrei hraður leikur þegar þú ert að spila á móti liði þar sem allar eru fyrir aftan boltann en þetta er þolinmæðisvinna líka að búa til færi og mér fannst við gera það ágætlega á köflum í fyrri hálfleik en hittum aldrei markið.“

Sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks aðspurður hvort hans stúlkur hefðu ekki átt eitthvað inni í leik kvöldins.

Blikar náðu forystu þegar skammt var eftir að fyrri hálfleik en fram að því hafði þeim gengið illa að koma boltanum á markið þrátt fyrir fjölmörg færi. Var farið að fara um Þorstein í þeirri stöðu?

„Nei ekkert endilega um mann en maður er ekkert sáttur að fá fullt af færum en skora ekkert en maður er þó sáttur við að vera skapa færi því þá er maður þó líklegur til að skora.“

Fjolla Shalla var ekki með Blikum í kvöld vegna meiðsla en hver er staðan á henni?

„Fjolla er að koma til hún er 50/50 fyrir Akureyri“

Sagði Þorsteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner