Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 13. maí 2022 21:58
Hafliði Breiðfjörð
Alexandra: Þetta var ekta Alexöndru mark
Kvenaboltinn
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Alexandra í leiknum í kvöld.
Alexandra í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Allt liðið byrjaði með látum, heilt yfir hefðum við geta sett fleiri mörk en maður kvartar ekki yfir 4-0," sagði Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks í sigri á KR í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Stundum hægðist svolítið á tempóinu fannst mér en það er ekki hægt að kvarta þegar það eru fjögur mörk," sagði Alexandra sem skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu.

„Ég var ótrúlega glöð og það var sterkt að byrja svona. Þetta var svona ekta Alexöndru mark held ég bara, fyrirgjöf frá Ástu og skallamark. Bara týpískt mark sem ég myndi skora.

Alexandra gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í Þýskalandi í gær og það var kalt að spila í 4 stiga hita í Vesturbænum í kvöld.

„Ég held að það séu 27 gráður úti, mér er smá kalt," sagði Alexandra og hló. „En mér finnst ferska loftið bara fínt," bætti hún við.

Alexandra ætlar að vera hjá Breiðabliki fram í júlí og nær því helmingnum af mótinu. Hún kom til landsins í vikunni. „Ég náði tveimur æfingum fyrir leikinn, mætti á mánudaginn og kom á æfingu á þriðjudaginn og í gær," sagði Alexandra en síðan hún var síðast í Breiðabliki er kominn nýr þjálfari, Ásmundur Arnarsson fyrir Þorstein Halldórsson. Eru hlutirnir allt öðruvísi?

„Já og nei, þetta er fótbolti og margar sem ég hef spilað með og þekki úr landsliðinu. Liðið er líka svipað uppsett, tvær fyrir framan og ein djúp. Þetta er svipað hlutverk sem ég er í," sagði hún en hún var þó mjög dugleg að koma til baka og sækja boltann?

„Já mér fannst svæðið sem ég er vön að fá boltann í alveg framarlega svolítið lokað svo mér fannst fínt að koma aðeins niður og reyna að sækja boltann til að ná nokkrum snertingum á hann og mér fannst það ganga ágætlega."

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner