Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 13. maí 2022 21:58
Hafliði Breiðfjörð
Alexandra: Þetta var ekta Alexöndru mark
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Alexandra í leiknum í kvöld.
Alexandra í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Allt liðið byrjaði með látum, heilt yfir hefðum við geta sett fleiri mörk en maður kvartar ekki yfir 4-0," sagði Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks í sigri á KR í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Stundum hægðist svolítið á tempóinu fannst mér en það er ekki hægt að kvarta þegar það eru fjögur mörk," sagði Alexandra sem skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu.

„Ég var ótrúlega glöð og það var sterkt að byrja svona. Þetta var svona ekta Alexöndru mark held ég bara, fyrirgjöf frá Ástu og skallamark. Bara týpískt mark sem ég myndi skora.

Alexandra gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í Þýskalandi í gær og það var kalt að spila í 4 stiga hita í Vesturbænum í kvöld.

„Ég held að það séu 27 gráður úti, mér er smá kalt," sagði Alexandra og hló. „En mér finnst ferska loftið bara fínt," bætti hún við.

Alexandra ætlar að vera hjá Breiðabliki fram í júlí og nær því helmingnum af mótinu. Hún kom til landsins í vikunni. „Ég náði tveimur æfingum fyrir leikinn, mætti á mánudaginn og kom á æfingu á þriðjudaginn og í gær," sagði Alexandra en síðan hún var síðast í Breiðabliki er kominn nýr þjálfari, Ásmundur Arnarsson fyrir Þorstein Halldórsson. Eru hlutirnir allt öðruvísi?

„Já og nei, þetta er fótbolti og margar sem ég hef spilað með og þekki úr landsliðinu. Liðið er líka svipað uppsett, tvær fyrir framan og ein djúp. Þetta er svipað hlutverk sem ég er í," sagði hún en hún var þó mjög dugleg að koma til baka og sækja boltann?

„Já mér fannst svæðið sem ég er vön að fá boltann í alveg framarlega svolítið lokað svo mér fannst fínt að koma aðeins niður og reyna að sækja boltann til að ná nokkrum snertingum á hann og mér fannst það ganga ágætlega."

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner