Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 13. maí 2022 21:58
Hafliði Breiðfjörð
Alexandra: Þetta var ekta Alexöndru mark
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Alexandra í leiknum í kvöld.
Alexandra í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Allt liðið byrjaði með látum, heilt yfir hefðum við geta sett fleiri mörk en maður kvartar ekki yfir 4-0," sagði Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks í sigri á KR í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Stundum hægðist svolítið á tempóinu fannst mér en það er ekki hægt að kvarta þegar það eru fjögur mörk," sagði Alexandra sem skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu.

„Ég var ótrúlega glöð og það var sterkt að byrja svona. Þetta var svona ekta Alexöndru mark held ég bara, fyrirgjöf frá Ástu og skallamark. Bara týpískt mark sem ég myndi skora.

Alexandra gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í Þýskalandi í gær og það var kalt að spila í 4 stiga hita í Vesturbænum í kvöld.

„Ég held að það séu 27 gráður úti, mér er smá kalt," sagði Alexandra og hló. „En mér finnst ferska loftið bara fínt," bætti hún við.

Alexandra ætlar að vera hjá Breiðabliki fram í júlí og nær því helmingnum af mótinu. Hún kom til landsins í vikunni. „Ég náði tveimur æfingum fyrir leikinn, mætti á mánudaginn og kom á æfingu á þriðjudaginn og í gær," sagði Alexandra en síðan hún var síðast í Breiðabliki er kominn nýr þjálfari, Ásmundur Arnarsson fyrir Þorstein Halldórsson. Eru hlutirnir allt öðruvísi?

„Já og nei, þetta er fótbolti og margar sem ég hef spilað með og þekki úr landsliðinu. Liðið er líka svipað uppsett, tvær fyrir framan og ein djúp. Þetta er svipað hlutverk sem ég er í," sagði hún en hún var þó mjög dugleg að koma til baka og sækja boltann?

„Já mér fannst svæðið sem ég er vön að fá boltann í alveg framarlega svolítið lokað svo mér fannst fínt að koma aðeins niður og reyna að sækja boltann til að ná nokkrum snertingum á hann og mér fannst það ganga ágætlega."

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner