Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 13. maí 2022 21:58
Hafliði Breiðfjörð
Alexandra: Þetta var ekta Alexöndru mark
Kvenaboltinn
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Alexandra í leiknum í kvöld.
Alexandra í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Allt liðið byrjaði með látum, heilt yfir hefðum við geta sett fleiri mörk en maður kvartar ekki yfir 4-0," sagði Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks í sigri á KR í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Stundum hægðist svolítið á tempóinu fannst mér en það er ekki hægt að kvarta þegar það eru fjögur mörk," sagði Alexandra sem skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu.

„Ég var ótrúlega glöð og það var sterkt að byrja svona. Þetta var svona ekta Alexöndru mark held ég bara, fyrirgjöf frá Ástu og skallamark. Bara týpískt mark sem ég myndi skora.

Alexandra gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í Þýskalandi í gær og það var kalt að spila í 4 stiga hita í Vesturbænum í kvöld.

„Ég held að það séu 27 gráður úti, mér er smá kalt," sagði Alexandra og hló. „En mér finnst ferska loftið bara fínt," bætti hún við.

Alexandra ætlar að vera hjá Breiðabliki fram í júlí og nær því helmingnum af mótinu. Hún kom til landsins í vikunni. „Ég náði tveimur æfingum fyrir leikinn, mætti á mánudaginn og kom á æfingu á þriðjudaginn og í gær," sagði Alexandra en síðan hún var síðast í Breiðabliki er kominn nýr þjálfari, Ásmundur Arnarsson fyrir Þorstein Halldórsson. Eru hlutirnir allt öðruvísi?

„Já og nei, þetta er fótbolti og margar sem ég hef spilað með og þekki úr landsliðinu. Liðið er líka svipað uppsett, tvær fyrir framan og ein djúp. Þetta er svipað hlutverk sem ég er í," sagði hún en hún var þó mjög dugleg að koma til baka og sækja boltann?

„Já mér fannst svæðið sem ég er vön að fá boltann í alveg framarlega svolítið lokað svo mér fannst fínt að koma aðeins niður og reyna að sækja boltann til að ná nokkrum snertingum á hann og mér fannst það ganga ágætlega."

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner