Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Það var ekki auðveld ákvörðun fyrir hann að lána mig"
Adam Ægir í baráttunni í leiknum gegn Leikni í gær
Adam Ægir í baráttunni í leiknum gegn Leikni í gær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Adam Ægir Pálsson skoraði fyrsta mark sitt í Bestu-deildinni í gær er hann gerði fyrsta markið í 3-0 sigri á Leikni í gær en þetta var jafnframt fyrsti sigur liðsins.

Keflavík tapaði fyrstu fjórum leikjum tímabilsins áður en það gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum. Fyrsti sigurinn kom svo í gær gegn Leiknismönnum.

Adam spilaði tvö tímabil með Keflvíkingum í næst efstu deild áður en Víkingur fékk hann fyrir síðasta tímabil. Hann spilaði þá 17 leiki og gerði eitt mark í deild- og bikar er liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari.

Hann var lánaður aftur í Keflavík fyrir þetta tímabil og segir Adam að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings.

„Já klárlega, það er geðveikt að ná 90 mínútur í hverjum einasta leik og gott að byggja ofan á það. Ég er kominn með tvö assist og mark núna þetta er geggjað og gott að halda mér í formi. Vonandi geta Víkingar notað mig í framtíðinni og mér finnst ég eiga heima í bestu liðum á Íslandi."

„Það er var ekki auðveld ákvörðun fyrir hann að lána mig þannig ég er þakklátur fyrir það og vonandi get ég borgað honum seinna meir,"
sagði Adam Ægir við Fótbolta.net.
Adam Ægir: Bara þvílíkt sáttur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner