
„Þetta var dálítið taugastrekkjandi í restina, það er gott að vera komnir áfram en margt sem hefði betur mátt fara hjá okkur í dag," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir 6-7 sigur á Völsungum í Mjólkurbikarnum.
Lestu um leikinn: Völsungur 6 - 7 Þór
Þórsarar skiptu um leikkerfi í leiknum. Léku t.a.m. bæði með tvo og þrjá miðverði.
„Við erum að bregðast við, missum Alvaro út af með rautt sem ég þarf nú að sjá aftur, mjög sérstakur dómur - held ég. Þetta nýja fimm skiptinga kerfi hjálpaði okkur í dag."
Hvernig fannst Mola heilt yfir lína dómarans vera í leiknum?
„Hvað endaði þetta í? Fimmtán spjöldum og þrem rauðum. Það var vitað að Völlararnir myndu bjóða okkur upp í dans á þessum nótum, koma fastir. Auðvitað er þetta alltof mikið og ég held að Siggi hefði mátt sleppa einhverjum spjöldum."
Er Moli með einhvern óskamótherja í 3. umferð?
„Nei, mér er alveg sama. Fá bara einhvern flottan leik á Þórsvöll, nágranna okkar í KA eða eitthvað, það væri gaman."
Athugasemdir