Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. júní 2022 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Arnar sé engan veginn nægilega hæfur til að leiða þessa vinnu"
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henry Birgir Gunnarsson.
Henry Birgir Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar hefur stýrt landsliðinu í eitt og hálft ár.
Arnar hefur stýrt landsliðinu í eitt og hálft ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinning mín er svipuð og fyrir síðustu leikjum, ekkert sérstaklega góð," sagði íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson í viðtali fyrir leik Íslands gegn Ísrael í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Ísrael

Það er mikið undir á Laugardalsvelli í kvöld eins og lesa má um hérna.

Mjög slök frammistaða í leik á móti San Marínó hefur búið til enn meiri gagnrýni á liðið og störf þjálfarans, Arnars Þórs Viðarssonar. Úrslitin hafa ekki verið góð og erfitt er að sjá 'identity' - ef svo má segja - á liðinu.

„Þetta er búið að vera mikið bras. Þessi leikur á móti San Marínó átti að rífa upp sjálfstraustið hjá liðinu - skora fullt af mörkum, vinna góðan sigur því þetta lið hefur ekki fundið neina sigurtilfinningu - en þetta sprakk í andlitið á mönnum. Frammistaðan í þeim leik var fyrir neðan allar hellur og í raun algjör skandall. Sá leikur skilaði miklu fleiri neikvæðum puntkum en jákvæðum fyrir framhaldið."

„Þessi leikur gerði þær raddir háværari að það ætti að láta þjálfarann fara og að hann væri ekki starfi sínu vaxinn," sagði Henry Birgir á Bylgjunni.

„Þetta er búið að vera erfitt því þessi kynslóðarskipti sem eru núna eru að mörgu leyti ekkert eðlileg. Það eru svo margir farnir út og svo margir komnir inn. Þessi eðlilega þróun hefur ekki átt sér stað. Því verður að gefa ákveðinn slaka hvernig gengið hefur hjá liðinu og það þarf að vera ákveðin þolinmæði. Þetta mun taka tíma, liðið er ungt. En það sem maður vill sjá er einhvers konar skipulag og upplegg sem er verið að vinna eftir, að hann finni liðið sitt og það séu jákvæðar framfarir. Það eru hér og þar ákveðin bataskref en víða er pottur brotinn og það gengur illa að búa til stemningu í kringum liðið."

Henry var spurður hvort sætið væri orðið heitt undir þjálfaranum. „Ég myndi segja það. Þetta veltur að stóru leyti að því hvernig frammistaðan verður í þessum leik. Ef liðið kemur vel út úr í þessu í kvöld er Arnar að búa sér til ákveðið svigrúm. Ef leikurinn verður ekki góður þá munu raddirnar um hans stöðu magnast. Margir munu kalla eftir því að hann fari, að hann sé ekki á réttri leið."

Hann segir að ráðningin hafi verið umdeild þar sem Arnar er ekki með mikla reynslu sem aðalþjálfari. „Hann er frambærilegur maður að mörgu leyti en maður spyr sig hvort A-landsliðið okkar sé uppeldisstöð fyrir þjálfara? Nei, segi ég. Við höfum prófað það áður -að gefa mönnum fyrsta tækifærið - með miður góðum árangri."

„Við erum með rosalega efnilegan hóp af leikmönnum... en slíkur mannskapur þarf alvöru þjálfara. Það þarf reynslumeiri þjálfara. Það sem ég hef séð hingað til, þá er ég á því að Arnar sé engan veginn nægilega hæfur til að leiða þessa vinnu til framtíðar."

„Það er líka að fara í taugarnar á mörgum hvernig hann hagar sér. Hann er með hortugheit og stæla á blaðamannafundum sem er algjör óþarfi. Viðhorf hans og framkoma er að fara í taugarnar á fólki. Þegar úrslit og annað fylgja ekki með þá gengur illa að búa til stemningu. Eitt af hans verkefnum er að búa til stemningu í kringum nýtt, efnilegt, skemmtilegt landslið. Það er honum alls ekki að takast, ekki frekar en að sækja úrslit hingað til."

Henry segir að Arnar hafi enginn greiði verður gerður með að koma tiltölulega reynslulaus í þetta starf og sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðu sem komu upp eftir að hann tók við þar sem allt liðið hvarf nánast af ýmsum ástæðum.

Það þurfi hins vegar mikið reynslumeiri þjálfara í þessa vinnu.
Athugasemdir
banner