

Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnabliks, var skiljanlega svekkt eftir 4-0 tap liðsins gegn Aftureldingu í sjöundu umferð Lengjudeild kvenna.
Lestu um leikinn: Afturelding 4 - 0 Augnablik
Augnablik fór inn í hálfleikinn fjórum mörkum undir. Þær fengu þó ekkert mark á sig í seinni hálfleik.
„Við fórum í smá taktískar breytingar. Við þurfum bara að svara fyrir þetta. Þó við séum ungar þá erum við ekkert linar. Við þurfum að vera grimmar í þessum tæklingum. Það var það sem við vorum að tapa út á vellinum.“
Augnablik mætir KR í næsta leik á heimavelli í sex stiga leik.
„Við þurfum bara að girða okkur í brók og koma grimmar og tvíefldar í næsta leik, bæði gegn KR og síðan Grindavík eftir það.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir