Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allt í lagi að velja þá fram yfir mig en ég var ekki sammála rökunum"
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann er geggjaður gaur og ógeðslega góður markvörður. Maður á rosalega auðvelt með að samgleðjast honum'
'Hann er geggjaður gaur og ógeðslega góður markvörður. Maður á rosalega auðvelt með að samgleðjast honum'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Já, mér finnst það. En ég tek ekki ákvörðun hver er í hóp og hver ekki," sagði markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er hann var spurður út í það hvort sér þætti það svekkjandi og jafnvel smá ósanngjarnt að vera ekki í síðustu landsliðshópum sem valdir hafa verið.

Rúnar Alex hefur ekki verið í síðustu tveimur landsliðshópum Íslands.

„Ástæðan er sú að hann er ekki að spila, vantar að spila leiki. Það er hægt að skoða hversu marga leiki hann hefur spilað síðan hann fór frá Cardiff. Hann spilaði heldur ekki þegar hann var hjá Cardiff. Ég ræddi við Rúnar og sagði honum að hann þyrfti að spila. Vonandi getur hann orðið aðalmarkvörður FCK þegar Grabara fer til Þýskalands. Hann er góður markvörður," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, þegar hann valdi ekki Rúnar Alex í mars síðastliðnum.

„Ég var ekkert sammála því," sagði Rúnar Alex um rökin hjá landsliðsþjálfaranum.

„Ef þú tekur frá nóvember og til mars þá eru ég og Elías einu sem eru að spila keppnisleiki. Deildin hjá Patta var búin og Hákon var að skipta um félag. Ég er ekki endilega sammála þessum rökum en hann á fullan rétt á að taka sína ákvörðun. Hákon, Elli og Patti eru allir geggjaðir markmenn og það er allt í lagi að velja þá fram yfir mig en ég var ekki sammála rökunum."

„Það er alltaf stolt fyrir fótboltamenn að spila fyrir þjóð sína."

Það er ekki langt síðan Rúnar Alex var byrjunarliðsmarkvörður landsliðsins en Hákon Rafn Valdimarsson hefur tekið þá stöðu í síðustu verkefnum.

„Ég elska það. Hann er geggjaður gaur og ógeðslega góður markvörður. Maður á rosalega auðvelt með að samgleðjast honum. Ég vona hans vegna og landsliðsins vegna að það haldi áfram„" sagði Rúnar Alex en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner