Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea setur sig í samband við Crystal Palace
Michael Olise.
Michael Olise.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur sett sig í samband við Crystal Palace vegna kantmannsins Michael Olise.

Þetta kemur fram á Mirror en Chelsea hafði samband við Palace til að fá meiri upplýsingar um riftunarverðið í samningi Olise.

Talið er að riftunarverðið í samningi leikmannsins hljóði upp á 60 milljónir punda.

Olise er einn mest spennandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann er nú reiðubúinn til að taka næsta skref ferilsins.

Á nýafstaðinni leiktíð gerði Olise tíu deildarmörk og gaf sex stoðsendingar en vegna meiðsla tókst honum aðeins að spila nítján leiki.

Talið er að baráttan um þennan 22 ára gamla leikmann sé á milli Chelsea og Man Utd en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Chelsea reyndi að fá hann síðasta sumar en þá skrifaði hann undir nýjan samning við Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner