Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
Ísland ekki lengur ríkjandi Eystrasaltsbikarmeistari
Eistland vann Eystrasaltsbikarinn.
Eistland vann Eystrasaltsbikarinn.
Mynd: Eistneska fótboltasambandið
Eistland tryggði sér Eystrasaltsbikarinn (Baltic Cup) með því að vinna Litáen í úrslitaleik í vikunni. Mótið er haldið á tveggja ára fresti en þar keppa Eistland, Lettland og Litáen ásamt einni gestaþjóð.

Ísland var gestaþjóðin árið 2022 og vann þá mótið eftir að hafa sigrað báða andstæðinga sína í vítakeppnum.

Íslenska liðið hafði þó ekki tök á því að verja titilinn í ár þar sem færeyska landsliðið var gestaliðið á meðan Ísland lék vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi.

Færeyjar riðu ekki feitum hesti frá mótinu og enduðu í neðsta sæti. Liðið fékk 4-1 skell gegn Eistum í undanúrslitum og tapaði svo 1-0 fyrir Lettlandi í leiknum um þriðja sætið.

Í úrslitaleiknum var staðan jöfn eftir venjulegan leiktíma en Eistar tryggðu sér sigur í vítakeppni.

Gunnar Vatnhamar leikmaður Víkings og Patrik Johannesen í Breiðabliki spiluðu fyrir Færeyjar á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner