Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd fylgist náið með De Ligt - Bayern vill Joe Gomez
De Ligt fagnar þýska meistaratitlinum í fyrra við hlið Karólínu Leu.
De Ligt fagnar þýska meistaratitlinum í fyrra við hlið Karólínu Leu.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Manchester United fylgist náið með stöðu mála hjá Matthijs de Ligt, miðverði Bayern Munchen og hollenska landsliðsins. Það er Sky í Þýskalandi sem greinir frá.

Erik ten Hag, stjóri United, vann með De Ligt hjá Ajax og United er sagt í leit að miðverði á markaðnum.

Sagt er að De Ligt sé fáanlegur á góðu verði þar sem Bayern er að fá Hiroki Ito frá Stuttgart og á sama tíma að skoða Jonathan Tah leikmann Bayer Leverkusen.

Bayern er líka, samkvæmt heimildum Daily Mirror að skoða það að fá Joe Gomez frá Liverpool. Liverpool vill hins vegar ekki selja enska landsliðsmanninn. Að mati Liverpool er Gomez einn verðmætasti leikmaður félagsins. Hann er samningsbundinn til 2027.

De Ligt er sem stendur með hollenska landsliðinu á EM. Hann verður 25 ára í ágúst.
Athugasemdir
banner
banner