Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. júlí 2021 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea nær samkomulagi við Man Utd varðandi James
James í leik gegn Chelsea.
James í leik gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku meistararnir í Chelsea eru að ganga frá kaupum á Lauren James frá Manchester United.

Samkvæmt Sky Sports þá eru félögin tvö búin að komast að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Um er að ræða metfé á milli tveggja félaga í ensku úrvalsdeildinni.

James er aðeins 19 ára gömul og þykir mjög efnileg.

Hún er búin að gangast undir læknisskoðun hjá Chelsea og er núna að ræða um persónuleg kjör við félagið.

Ein af ástæðunum fyrir vistaskiptunum er sú að James vill flytja nær fjölskyldu sinni. Bróðir hennar, Reece, spilar með Chelsea og enska landsliðinu.

Það er líklega önnur ástæða að ástandi hjá kvennaliði Man Utd er ekki sérlega gott.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner