Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. júlí 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Donnarumma: Fattaði ekki að við værum búnir að vinna
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: EPA
Markvörðurinn ungi Gianluigi Donnarumma var valinn maður mótsins á EM alls staðar. Sigur Ítalíu á mótinu var tryggður þegar hann varði vítaspyrnu Bukayo Saka í vítakeppninni gegn Englandi í úrslitaleiknum.

Strax eftir að hafa varið vítið vissi Donnarumma ekki að titillinn væri í höfn.

„Ég fattaði það bara þegar ég sá liðsfélaga mína fagna," segir Donnarumma sem var einnig frábær í vítakeppni gegn Spáni í útsláttarkeppninni.

„Við erum glaðir og erum að njóta hverrar sekúndu. Þetta hafa verið 50 dagar en þeir hafa flogið hjá því við nutum okkar svo vel saman."

Donnarumma ákvað að gera ekki nýjan samning við AC Milan og er þessi 22 ára markvörður að fara að hefja nýjan kafla hjá Paris Saint-Germain.

„Núna nýt ég þess að fagna titlinum og á morgun verð ég svo kominn í stutt frí. Ég er að fara að gleðjast með fjölskyldu minni," segir Donnarumma.
Athugasemdir
banner
banner