fim 13. ágúst 2020 14:18
Magnús Már Einarsson
Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi á næstunni (Staðfest)
Stuðningsmenn ÍA.
Stuðningsmenn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áhorfendur verða ekki leyfðir á fótboltaleikjum á Íslandi á næstunni en boltinn byrjar að rúlla aftur eftir hlé á morgun.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, staðfesti þetta á upplýsingafundi vegna kórónaveirunnar í dag.

„Það hafa verið misvísandi skilaboð hjá okkur en áhorfendur eru ekki heimilaðir," sagði Víðir nú rétt í þessu.

„Það kemur skýrt fram í minnisblaði sóttvarnarlæknis. Hann vill ekki hafa áhorfendur á íþróttaleikjum til að byrja með. Þetta verður endurskoðað síðar eins og aðrar reglur."

Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir starfsmenn liða eiga að sýna skynsemi í daglegu lífinu en þetta kom fram á fundi KSÍ í gær. Víðir ræddi þetta einnig í dag.

„Það er verið að veita íþróttamönnum heimild til að stunda sína íþrótt. Þetta er heimild sem er meiri en við höfum og þetta er ábyrgð sem menn verða að sýna," sagði Víðir.

Ísland um helgina - Sjáðu leikjadagskrána í endurkomu fótboltans
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner