Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   þri 13. ágúst 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA fær unglingalandsliðsmann frá KFA (Staðfest)
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Miðjumaðurinn Jón Breki Guðmundsson er genginn í raðir ÍA frá KFA. Hann er kominn með leikheimild með ÍA fyrir komandi leik gegn Víkingi næsta mánudag.

Jón Breki er fæddur árið 2008 og kom við sögu í tólf leikjum í 2. deild karla í sumar, einum leik í Mjólkurbikarnum og tveimur í Fótbolti.net bikarnum. Fyrsti deildarleikur hans kom á síðasta tímabili. Hann var skráður í Þrótt Neskaupstað.

Hann er unglingalandsliðsmaður, er í U17 landsliðinu sem er þessa stundina úti í Ungverjalandi og tekur þátt í Telki Cup. Hann var í æfingahóp U15 í fyrra og U16 í vetur.

ÍA er í harðri Evrópubaráttu. Liðið er í 4. sæti Bestu deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir fram að tvískiptingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner