Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   þri 13. ágúst 2024 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reiði hjá Liverpool út af framgöngu Zubimendi
Martin Zubimendi í leik með spænska landsliðinu.
Martin Zubimendi í leik með spænska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Richard Hughes, yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool, er sagður reiður eftir að Martin Zubimendi ákvað að hafna félaginu í gær. Hann er pirraður út af misvísandi skilaboðum frá leikmanninum.

Zubimendi var efstur á óskalista Liverpool í sumar en félagið leit á hann sem fullkominn djúpan miðjumann inn í kerfið hjá Arne Slot.

Zubimendi er 25 ára gamall og sinnir lykilhlutverki á miðjunni hjá Real Sociedad. Hann er uppalinn hjá Sociedad og hefur engan áhuga á að yfirgefa félagið sem hann hefur stutt við alla sína ævi. Hann hugsaði þó málið meira núna en hann hefur nokkru sinni gert áður.

Það var talið í síðustu viku að Zubimendi myndi ganga í raðir Liverpool en Daily Mail segir frá því að Hughes sé reiður eftir höfnunina.

Hann er reiður þar sem hann taldi að Zubimendi væri búinn að tala í þá áttina að hann ætlaði að ganga í raðir Liverpool.

Það er óvíst hvort Liverpool ætli að finna aðra sexu en félagið hefur ekki enn keypt leikmann í glugganum. „Liverpool taldi Zubimendi hafa náð ótvíræðu samkomulagi um að ganga til liðs við félagið. Aðdáendur spyrja nú spurninga þar sem Liverpool er enn eina félagið í fimm efstu deildum Evrópu sem hefur ekki enn fengið leikmann í sumar," segir í grein Daily Mail.

Real Sociedad lagði mikla áherslu á að halda Zubimendi en hann elskar félagið. Hann fékk boð um nýjan samning hjá Sociedad en tilboðið frá spænska félaginu er mikið lægra en það sem hann fékk frá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner