Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 12. ágúst 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Zubimendi hafnar Liverpool
Zubimendi var í landsliðshópi Spánverja sem vann EM í sumar.
Zubimendi var í landsliðshópi Spánverja sem vann EM í sumar.
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi hefur hafnað tækifæri til að ganga í raðir Liverpool eftir að hafa gert slíkt hið sama við FC Bayern og Arsenal á síðustu árum.

Zubimendi er gríðarlega eftirsóttur en hann er 25 ára gamall og sinnir lykilhlutverki á miðjunni hjá Real Sociedad.

Zubimendi er uppalinn hjá Sociedad og hefur engan áhuga á að yfirgefa félagið sem hann hefur stutt við alla sína ævi.

Miðjumaðurinn fær nýjan samning hjá Sociedad sem gerir hann að launahæsta leikmanni félagsins, en samningstilboð Liverpool var þó talsvert hærra.

Liverpool er áfram í leit að nýjum miðjumanni þar sem Arne Slot vill fá varnarsinnaðan miðjumann með góða sendingagetu í hópinn.

   12.08.2024 16:00
Liverpool bíður eftir Zubimendi

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner