Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 13. september 2020 19:30
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári stoppaði viðtalið áður en Björn Daníel talaði af sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Mér líður vel, góður leikur hjá okkur og góð þrjú stig, við lögðum mikið á okkur í dag og mér fannst við eiga skilið þennan sigur og það var ánægjulegt að sjá Atla skora þriðja markið og létta aðeins pressuna af okkur þannig já bara virkilega góður sigur" Sagði fyrirliði FH-inga Björn Daníel Sverrisson eftir 3-1 sigur gegn Breiðablik í dag.

Var þetta leikur sem mátti ekki tapast?

"Þú mátt ekki tapa mörgum leikjum í íslensku deildinni til þess að detta aftur úr, maður fer bara í alla leiki til að vinna og eins og ég segi mjög góður sigur og við náðum að biggja upp á góðum sigri á móti Stjörnunni og við máttum ekki tapa, að sjálfsögðu ekki"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Hvernig er að hafa markahrók eins og Steven Lennon upp á topp?

"Það er fínt stundum, nei hann er frábær leikmaður og maður veit ef maður er með hann frammi þá fær hann færi og hann skorar úr þeim og hann allavega nýtir færin sín betur en ég þannig það er fínt"

Hvað hefur breyst síðan Logi og Eiður tóku við liðinu?

"Þeir komu með nýja hluti sem tekur tíma að ná þeim og með hverjum leiknum sem líður þá finnst mér við ná betri tökum á því sem þeir vilja gera, svo er þetta bara fótbolti, þetta snýst bara um að leggja sig fram og gera hlutina vel þá nærðu í úrslit"

Eiður Smári kom svo inn og stoppaði viðtalið áður en Björn Daníel næði að tala af sér hverjar helstu breytingar væru.
Athugasemdir
banner
banner
banner